eddaosk.com

Girnilegur kjúklingur á grillið

Grillspjót

Ég sá þessa uppskrift á Pjattrófusíðunni

Uppskriftin er miðuð við 600 gr af kjúklingakjöti. Best er að nota bringur sem sneiddar eru í hæfilega bita eða lundir.  Kjúklingakjötið er síðan látið liggja í nokkra stund í kryddleginum, t.d. um 30 mínútur og grillað, steikt á pönnu eða bakað í ofni. Gott er að pensla afganginum af kryddleginum á kjötið meðan á eldun stendur.

Kjúlli með engifer og hvítlauk:

1/2 dl  sojasósa
2-3 tsk. sykur
4 msk. sesamolía
3 hvítlauksrif, marin
2 tsk. ferskt engifer, rifið
grófmalaður pipar

Fallegt er að þræða stóra bita af alls kyns grænmeti, rauðlauk, sveppi, tómata osfrv. upp á pinnana.


Það er nauðsynlegt að hafa góða sósu með kjúklingaspjótunum og kaldar, frísklegar sósur passa yfirleitt best með.

Mangósósa:

Æðisleg sósa sem hæfir vel með hvers kyns kjöti og kjúkling.

3 msk. grísk jógúrt (eða sýrður rjómi)
2-3 msk. mangó chutney
1-2 tsk. fersk engiferrót, rifin
salt og pipar

Öllu blandað saman og saltað og piprað að smekk.