eddaosk.com

Hawaii brauð í ofni

Afar einfalt og fljótlegt

Hawaii brauðið

Brauðsneiðar
Pizzasósa
Skinkusneiðar
Ananasbitar
Ostur
Oregano krydd

----------------------------------------------

Hitið ofninn í 200°C (400°F).

Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið brauðsneiðunum á. Smyrjið brauðið með pizzasósu og setjið skinku, ananas, ost og oregano krydd ofaná.

Bakið í ca 8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og brauðið er orðið léttristað.

Gourmet langloka með Subway sósu

gourmet-subway

Stundum í miðri viku nennir maður ekki að eyða miklum tíma í að elda á kvöldin. Það getur verið sniðugt að gera svona langloku en hún mun örugglega bragðast betur en Subway og vera töluvert ódýrari.

Ég stillti ofninn á 225°C (425°F) og setti skinku, salami og rifinn ost yfir og hafði þetta í ofninum í 5 mínútur, rétt til að rista brauðið aðeins og bræða ostinn. Svo þegar þetta var komið úr ofninum bætti ég við káli, lauk, sveppum og lykilatriðiinu: subway sósunni.

Þessi sósa á að vera eftirherma af sósunni sem fæst á Subway sem heitir Southwest Chipotle. Ég átti reyndar ekki ferskt kóreander eða chipotle eins og segir í uppskriftinni, en það kom ekki að sök. Ég setti í staðinn smá kóreander krydd, chili krydd og nokkra dropa af hot sauce.

Þetta er upprunalega uppskriftin:
1/2 bolli majónes
2 tsk lime safi
1 tsk sykur
1 tsk ferskt kóreander, smátt skorið
1/2 tsk paprika
1/2 tsk hvítt edik
1/2 tsk vatn
1/4 tsk salt
1/4 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk mulið chipotle chili
örlítið þurrkað thyme
örlítið mulið cumin

Setjið allt saman í skál og hrærið vel saman. Kælið í amk klukkutíma.

Heitt rúllubrauð

1 rúllutertu brauð.
1 dós sveppasmurostur.
1 dós grænn aspas.
1 bréf ali skinka.

- - - - - - - - - - - -

Hitið smurostinn, aspasinn og skinkuna í potti (ekki láta sjóða)
Skinkan á að vera smátt skorin.
Smyrjið síðan öllu gumsinu inní rúllutertuna og rúllið henni síðan upp.
Gott er að gera þetta daginn áður þá er best að setja hana aftur í plastið og í pokann.
Gott er að setja smá rifinn ost ofaná rúlluna. Hitið í 10-15 mín við 200°.

Stóri Dímon, heitur brauðréttur

1 brauð
stórt skinkubréf
200 gr. sveppir
1/2 dós apríkósur
1 1/2 peli rjómi
1 stóri dímon
rifinn ostur.

- - - - - - - - - - - -

Osturinn bræddur við vægan hita í rjómanum. Sveppirnir steiktir í örlitlu smjöri. Brauðið rifið niður í eldfast mót.
Apríkósurnar brytjaðar niður og sett yfir brauðið ásamt safanum af þeim. Sveppir og skinka sett yfir og að lokum rifinn ostur og í ofn.

Heitt gestajukk

1 dós sýrður rjómi 10%.
4 msk mayones.
1 dós grænn aspas.
1 bréf ali skinka.
rifið brauð.
rifinn ostur.

- - - - - - - - - - - -

Blandið saman sýrða rjómanum, mayonesinu, aspasinum og skinkunni. Hrærið allt saman það má setja smá af aspasvökvanum út í.
Rífið brauðið í botninn á eldföstu forminu.
Hellið jukkinu yfir brauðið og setjið rifinn ost yfir.
Bakist í ofni þar til að kraumar og osturinn er bráðnaður.

Heitt brauð í t.d. saumó

franskbrauð
1 dós sýrður rjómi
3-4 msk majónes
karrý
1 bréf bacon
1 bréf skinka
1/2 dós sveppir
1/2 ferskjur
1 stór gráðostur
rifinn ostur
paprikuduft

- - - - - - - - - - - -

Skorpan er tekin af brauðinu og því raðað í eldfast mót
Rjómanum, majónesinu og karrýinu hrært saman og hellt yfir brauðið.
Bacon, skinka og sveppir steikt á pönnu og hellt yfir hræruna.
Ferskjum og gráðostinum sem búið er að skera niður sett þar ofan á. Loks er rifnum osti stráð ofan á ásamt paprikudufti.
Hitað í ofni við 180°c þar til osturinn er bráðnaður.

Frábær brauðréttur

ca 1/2 brauð
1/2 dl rjómi
200 gr sveppaostur
2-4 tsk majones
1/4 dós aspas
1/4 dós sveppir
2 msk sætt sinnep
150 gr brytjuð skinka

- - - - - - - - - - - -

Ostur, rjómi, majones,sinnep, aspas,sveppir, + soðið úr dósunum sett í pott og hitað vel saman.
Brauðið rifið í eldfast mót, skinkan sett saman við og síðan gumsinu úr pottinum.
Stráið svolítið af paprikudufti yfir. Hitað í ofni í ca.20 mín við 200 gráður.

Heit rúllubrauðterta

1 stk rúllutertubrauð
1/2 dós vogaídýfa m/kryddblöndu
1/2 dós aspas
5-7 sneiðar smátt skorin skinka
1/4 dós ananas, smátt skorinn
1 dós sveppaostur
smátt skornir sveppir e smekk
Season all krydd e smekk

- - - - - - - - - - - -

Sléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogídýfu, sveppaosti og safa af aspas er blandað saman.
Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í blönduna ásamt kryddi.
Öllu þessu er raðað ofan á brauðið, að sjálfsögðu er svo brauðinu rúllað aftur saman.
Bakast við 225 gráður C þar til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gullbrúnan lit.