eddaosk.com

Kínverskur appelsínukjúklingur (videouppskrift)

3 kjúklingabringur (680 gr)
2 stórir vorlauksstilkar
2 til 3 bollar hnetuolía

Sósa:
1 1/2 bolli appelsínusafi
1/4 bolli dökkur púðursykur
2 msk sojasósa
1 msk sterk chili hvítlauks sósa
1/2 tsk malaður engifer (krydd)

Sósuþykkir:
2 msk maíssterkja
örlítið af vatni

Deig:
1 bolli hveiti
2 egg
1 bolli maíssterkja

- - - - - - - - - - - - - - - -

1. Fjarlægið alla fituna af kjúklingnum og skerið hverja bringu í munnstóra bita. Setjið til hliðar.

2. Skolið laukinn undir köldu vatni og þurrkið með bréfþurrku. Skerið rúmlega sentimeter af rótinni og toppnum og hendið. Skerið laukinn í litla bita og setjið til hliðar.

3. Undirbúið sósuna. Setjið appelsínusafann í stóra skál, bætið púðursykrinum við og hrærið vel saman við safann. Bætið sojasósunni, chili hvítlauks sósunni og engiferinu við og hrærið öllu vel saman þar til púðursykurinn er búinn að leysast upp.

4. Undirbúið sósuþykkinn. Setjið maíssterkjuna í stóran bolla og blandið við smá vatni þar til maíssterkjan leysist upp. Setjið til hliðar.

5. Setjið upp aðstöðu til að húða kjúklinginn. Setjið hveitið í eina skál og maíssterkjuna í aðra. Brjótið eggin í þriðju skálina og þeytið létt. Setjið upp þannig að þú hefur hveitiskálina við hliðina á eggjaskálinni, og svo maíssterkjuskálina. Setjið disk við hliðina á maíssterkjuskálinni til að raða húðaða kjúklingnum á.

6. Dýfið nú kjúklingnum í hveitið, svo eggið, og að lokum maíssterkjuna. Setjið tilbúnu bitana á diskinn og reynið að láta þá ekki snertast. Þeir munu festast saman ef þeir eru of þétt saman. Ef þeir festast saman getur þú tekið þá í sundur með gaffli eða prjónum áður en þú eldar þá.

7. Þegar allur kjúklingurinn er húðaður, hitið þá 2 bolla af hnetuolíu á háum hita.

8. Þegar olían er orðin heit, setjið þá um 10 bita í einu á pönnuna. Munið að yfirfylla ekki pönnuna, setjið bara nokkra bita í einu.

9. Eldið í 5-6 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur brúnast. Takið bitana af pönnunni með einhvers konar ausu eða spaða með götum og setjið þá á disk með bréfþurrkum neðst.

10. Hellið olíunni í annað ílát til að geyma til framtíðar notkunar, og þurrkið pönnuna.

11. Setjið pönnuna á hellu og hitið sósublönduna á háum hita þar til að hún fer að sjóða. Bætið þá við sósuþykkinum og hrærið þar til sósan þykknar.

12. Bætið kjúklingnum á pönnuna og hrærið vel saman við sósuna þar til allir bitarnir eru húðaðir.

13. Bætið vorlauknum við og haldið áfram að hræra þar til allt er blandað saman. Berið fram með hrísgrjónum.